Fara í efni

Nýr mælibúnaður prófaður í flugi yfir Íslandi

Í lok apríl voru vísindamenn frá DTUSpace (Dansk Teknisk Universitet-Space) í Danmörku og ONERA (The French Aerospace Lab) í Frakklandi, hér á Íslandi og var tilgangur ferðarinnar að prufa nýjan mælibúnað sem ONERA er að hanna og smíða. Búnaðurinn mælir algilda þyngdarhröðun jarðar með mikilli nákvæmni og nýtast niðurtöðurnar til að auka ná- kvæmni láflatar (geoid) á Íslandi en láflötur er mikilvægur grundvöllur nákvæmra hæðarmælinga. Við þessar mælingar var notaður svokallaður „cold atom“ þyngdarmælir og er hann sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Auk þess að prófa búnaðinn hér á landi var ferð vísinda -mannanna heitið til Grænlands en DTUSpace hefur um árabil stundað mælingar þar í samvinnu við Flugfélag Norður-lands. Landmælingar Íslands aðstoðuðu hópinn hér á Íslandi og flaug Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur með þeim yfir Vatnajökul og Snæfellsjökul en það var fyrsta prufumæling tækisins í flugvél. Flugið og mælingarnar gengu vonum framar og lofa fyrstu niðurstöður góðu um framhaldið. Nánar má lesa um tækjabúnaðinn og ferðina á heimasíðu ONERA, sjá link hér fyrir neðan: http://www.onera.fr/en/news/shom-onera-cold-atoms-gravimetry http://blogs.esa.int/campaignearth/2017/04/26/cryovex-and-karen-turns-to-look-at-gravity/ Myndina tók Guðmundur Valsson