Fara í efni

Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics

Mick Cory, frá kortastofnun Norður Írlands, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics. Mick tekur við  starfinu þann 1. september næstkomandi af Dave Lovell sem hefur hefur gengt starfinu frá árinu 2007. EuroGeographics eru samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Í samtökunum eru 50 stofnanir frá 43 löndum og eru þau faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Landmælingar Íslands og Þjóðskrá Íslands eru aðilar að EuroGeographics fyrir Íslands hönd en þátttaka íslensku stofnananna er mjög mikilvæg og tengist hagsmunagæslu Íslands og þekkingaröflun um hvað gerist í Evrópu á þessu sviði.