Fara í efni

Nýr búnaður til að afrita lofmyndafilmur

Nýlega festu Landmælingar Íslands kaup á sérhæfðum skanna af gerðinni Ultrascan 5000 frá fyrirtækinu Vexcel Imaging. Tækið er mjög sérhæft með svokallaða myndmælinganákvæmni, hið fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Meginmarkmið kaupanna er að taka stafræn afrit af loftmyndafilmum í safni stofnunarinnar sem geymir nú um 140.000 loftmyndir af Íslandi frá árunum 1937 – 2000.
Loftmyndirnar eru ein besta heimild sem til er um breytingar á landi og byggð síðustu áratugi á Íslandi og því er um ómetanleg gögn að ræða. Með afritun safnsins er stuðlað að því að tryggja varanlega varðveislu loftmyndanna og aðgengi að þeim til framtíðar.