Fara í efni

Norrænar heimsóknir

Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn. Þau héldu kynningu á sínum verkefnum fyrir starfsmenn. Þess má síðan geta að laugardaginn 20. ágúst tóku allir starfsmennirnir frá Tromsö þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.