Fara í efni

Nýjar uppfærslur á IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa þriggja gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Dalabyggð, Skagabyggð, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppi, Vopnafjarðarhreppi, Fjarðabyggð, Flóahreppi, Súgandafirði og á Breiðafirði. Talsverðar breytingar og leiðréttingar voru gerðar í mannvirkjapunktalaginu. Milli útgáfa hefur fjölgað um 860 punkta, í sumarútgáfunni fjölgaði um 1300 punkta þannig að á þessu ári hefur talsverð fjölgun verið í punktalaginu. Í flákalaginu voru gerðar smávæginlegar breytingar. Flákalagið í samgöngulaginu er óbreytt en vegalagið breyttist aðeins. Nýir vegir (t.d. nýi Arnarnesvegurinn) frá Vegagerðinni voru settir inn og gerðar voru leiðréttingar. Þá hefur vegayfirborðið verið endurskoðað og eigindataflan yfirfarin en það eru t.d. alltaf einhverjar breytingar á vegnúmerum. Hægt er að sjá lýsigögn um IS 50V í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands. Â