Nýjar Landsat 8 gervitunglamyndir af Íslandi
Þann 11. febrúar síðastliðinn var Landsat 8 gervitunglinu, sem er í eigu NASA og bandarísku jarðfræðistofnunarinnar, skotið á loft. Tunglið hefur þegar sent mikinn fjölda mynda til jarðar, sem eru öllum aðgengilegar og ókeypis á vefnum http://earthexplorer.usgs.gov/. Um er að ræða hágæða myndir í 11 böndum, þ.e. fjölrása, sem bjóða uppá ítarlega landgreiningu. Landmælingar hafa sótt nokkrar þessara mynda sem teknar voru yfir Íslandi í júlí og ágúst í sumar. Með myndum sem þessum ætti að vera unnt að fylgjast árlega með landbreytingum á Íslandi, s.s. hopun jökla og breytingum á gróðurfari.