Sumarið 2016 var grunnstöðvanet Íslands mælt í þriðja sinn.
Niðurstöður voru kynntar á vel sóttum fundi á Grand Hótel þann 14. nóvember síðastliðinn.
Gerðir hafa verið hnitalistar þeirra mælistöðva sem unnið var úr eftir ISNET2016 mælingarnar og mynda grunninn fyrir nýja viðmiðun ISN2016. Hnitin eru birt sem
jarðmiðjuhnit,
baughnit með hæð yfir sporvölu GRS80 og hornsönn
keiluhnit Lamberts með hæð yfir GRS80.
Â
EPSG númer hafa verið fengin fyrir ISN2016 og er þau að finna í töflunni hér að neðan.
Nafn |
EPSG númer |
Tegund |
Islands Net 2016 / ISN2016 |
EPSG::1187 |
Viðmiðun (Geodetic Datum) |
ISN2016 / Lambert 2016 |
EPSG::8088 |
Hnitakerfi í kortavörpun (ProjectedCRS) |
ISN2016 |
EPSG::8084 |
Jarðmiðjuhnit (GeodeticCRS (geocentric)) |
ISN2016 |
EPSG::8085 |
Baughnit með sporvöluhæð (GeodeticCRS (geographic 3D)) |
ISN2016 |
EPSG::8086 |
Baughnit (GeodeticCRS (geographic 2D)) |
Einnig er hægt að hlaða niður
Shape skrá sem inniheldur hnit mælistöðvanna auk annara upplýsinga.
Þá hafa verið gerð vörpunarnet til þess að varpa úr ISN93 og ISN2004 yfir í ISN2016. Netin eru á svokölluðu NTv2 formi fyrir breytingar í legu og gtx formi fyrir breytingar í hæð. Nú stendur yfir vinna við gerð leiðbeininga um hvernig nota á þessi net í landupplýsingahugbúnaði og haft verður samband við hugbúnaðarframleiðendur til að koma þessum vörpunum inn í næstu hugbúnaðaruppfærslur. Vörpunarnetin með leiðbeiningum verða birt á heimasíðu Landmælinga Íslands og á niðurhalsþjónustu í byrjun næsta árs.