Fara í efni

Námskeið í staðsetningu örnefna

Á undanförnum misserum hefur örnefnateymi Landmælinga Íslands haldið nokkur námskeið í staðsetningu örnefna fyrir áhugasama skráningaraðila. Nú nýlega hélt örnefnateymið norður á land til að halda námskeið í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, í Skjólbrekku í Skútustaðahreppi og í Langhúsum í Fljótum. Alls voru mættir 30 nýir skráningaraðilar og mátti greina að fólk hafði mikinn áhuga á verkefninu og munu vinna ötullega að því að kortleggja örnefni í sinni sveit.
 
Hópar eða félagasamtök sem hafa hug á að skrá örnefni á sínu svæði geta safnað saman staðkunnugu fólki og óskað eftir heimsókn frá örnefnateymi Landmælinga Íslands.
 
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá námskeiðunum.