Fara í efni

Ný uppfærsla á IS 50V gögnum

Eitt af hlutverkum Landmælinga Íslands er að sjá til þess að ávallt séu til staðar aðgengilegar og traustar landupplýsingar af öllu landinu og er því stöðugt unnið að uppfærslu á landupplýsingagrunnum stofnunarinnar.  Nýjasta uppfærsla á IS 50V gagnagrunninum, sem er gjaldfrjáls eins og önnur gögn Landmælinga Íslands, er nú komin á niðurhalssíðu og  nær uppfærslan til sjö gagnalaga af átta. Um er að ræða uppfærslu á hæðargögnum, mannvirkjum, mörkum, vatnafari, örnefnum, samgögnum og strandlínu. Breytingar eru mismiklar eftir lögum, flestar er að finna í örnefnalaginu, vatnafarinu, í samgöngulaginu og mannvirkjalaginu sem nú er í tveimur lögum í stað fjögurra. Fjarskiptalagið er komið inn í mannvirkjapunktalagið, en ekki er lengur boðið upp á línulagið (rafmagnslínur). Þá eru einnig talsverðar breytingar á póstnúmeralaginu, umdæmum sýslumanna sem fækkar úr tuttugu og fjórum í níu og lögregluudæmum sem nú eru níu í stað fimmtán. Litlar breytingar urðu á mörkum sveitarfélaga þó var mörkum Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Skútustaðarhrepps breytt í samræmi við hæstaréttadóm nr. 547/2012.   Nánari upplýsingar um breytingar á IS 50V er að finna í landupplýsingagátt Landmælinga Íslands Â