Fara í efni

Ný stefna Landmælinga Íslands 2016-2020

Landmælingar Íslands heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sinnir stofnunin grunnverkefnum á sviði landmælinga, landupplýsinga, fjarkönnunar og grunngerðar landupplýsinga. Stofnunin gegnir einnig mikilvægu hlutverki við að miðla upplýsingum og gögnum um Ísland.   Á haustmánuðum 2015 unnu allir starfsmenn Landmælinga Íslands að því að endurskoða stefnu stofnunarinnar. Við þá vinnu var byggt á lögum og stefnumótandi skjölum auk þess sem horft var til mikilla breytinga og tækniþróunar á starfssviði Landmælinga Íslands. Einnig var tekið sérstakt tillit til nýrra laga um opinber fjármál þar sem gerð er krafa til ríkisstofnana um stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma. Nýja stefnan, sem nær til ársins 2020, er aðgengileg á vef Landmælinga Íslands.