Fara í efni

Ný örnefnasjá með loftmyndum

Landmælingar Íslands hafa útbúið nýja örnefnasjá sem gerir kleift að skoða örnefni ofan á loftmyndum af öllu Íslandi. Með samningi Landmælinga Íslands við fyrirtækið Loftmyndir ehf. fyrr í vetur var tryggt aðgengi að loftmyndum af öllu Íslandi vegna skráningar og birtingar örnefna á vefsjá. Þannig hafa nú allir heimildarmenn við örnefnaskráningu, sem staðsettir eru um land allt, aðgengi að loftmyndum auk annarra landupplýsinga frá Landmælingum Íslands. Fyrir eru Landmælingar Íslands með samning um aðgengi að loftmyndum af hluta landsins við fyrirtækið Samsýn ehf. Nýja örnefnasjáin sem er í stöðugri þróun mun vafalítið kæta marga en þess má geta að örnefni í gagnagrunni Landmælinga Íslands eru nú að nálgast 105 þúsund talsins.