Fara í efni

Ný reglugerð um stafrænar upplýsingar

Samkvæmt lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar hefur umhverfis- og auðlindaráðherra nýverið sett reglugerð um upplýsingar sem lögin ná til. Með setningu þessarar reglugerðar er lokið við innleiðingu INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins sem lítur að því að auka aðgengi og samræma opinberar landupplýsingar í Evrópu. Landmælingar Ísland leiða innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar á Íslandi fyrir hönd Umhverfis- og auðlindaráðherra. Reglugerðina ásamt pdf skjali með viðauka um þau þemu sem um ræðir má finna í Stjórnartíðindum.  Þá er undir grunngerðarhluta vefsíðu Landmælinga Íslands að finna ýmsar upplýsingar um grunngerðarverkefnið, lög, reglugerðir og INSPIRE.

 

Â