Fara í efni

Ný INSPIRE skýrsla og yfirlit

Um miðjan maímánuð var lokið við samantektir um framvindu á innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar hér á landi. Um er að ræða reglubundnar skýrslur, annars vegar yfirlit (monitoring report) um stöðuna á gagnasettum hér á landi sem tengjast INSPIRE tilskipuninni (eða koma til með að verða hluti af grunngerðinni) og hins vegar samantekt á ensku og íslensku um framvindu og stöðu verkefnisins. Í samantektinni kemur m.a. fram að EFTA ríkin innleiða INSPIRE tilskipunina á grundvelli samningsins um Evrópska Efnahagssvæði en EFTA ríkin, þar með talið Ísland, fengu þriggja ára frest til að uppfylla INSPIRE kröfurnar. Þetta er því í fyrsta skipti sem skýrslum sem þessum er skilað inn til Evrópusambandsins fyrir hönd Íslands. Héðan í frá verður samantekt skilað á þriggja ára fresti en yfirliti gagnasafna árlega. Landmælingar Íslands hafa látið framkvæma þrjár kannanir um stöðu mála hvað varðar grunngerð landupplýsinga hér á landi. Meðal annars voru upplýsingar úr þessum könnunum notaðar við skýrslugerðina.