Fara í efni

Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram háð birtingargjaldi. Verð á loftmyndum sem þegar hafa verið skannaðar hefur verið lækkað en verð vegna skönnunar á loftmyndum (sérpantana) hefur hækkað. Þá hafa birtingagjöld verið endurskoðuð m.a. til þess að ná utan um nýjar birtingarmyndir s.s. á netinu. Gjaldskráin var samþykkt þann 14. júlí og hefur tekið gildi. Hér má nálgast gjaldskrá LMÍ á pdf formi (44 kb).