Mýrdalsjökull - hæðarlíkan
Hér kemur hæðarlíkan af af Mýrdalsjökli en undir honum er eldstöðin Katla, ein af stærstu og virkustu megineldstöðum landsins. Margir eru þeirrar skoðunar að stutt geti verið í Kötlugos en gerist það má telja líklegt að jökulhlaup berist niður á Mýrdalssand og loki þjóðveginum um stund
Líkanið sýnir ekki sömu smáatriði hvað landslag varðar og fyrri líkön, einkum vegna þess hve svæðið er stórt og það er að mestu leyti þakið jökli. Á líkaninu má sjá tvær línur, punktalínu sem sýnir útlínur jökulsins 1980 og óbrotna línu frá árinu 2014. Breytingar á útlínum jökla sýna líklega mestu breytingar sem verða á landinu um þessar mundir. Landmælingar Íslands notast aðallega við gervitunglamyndir til að fylgjast með breytingum jökla og færa slíkar breytingar í gagnagrunna til almennra nota.
Á Futurevolc vefsíðunni er að finna nánari upplýsingar um þetta mikla eldfjall http://futurevolc.vedur.is/?volcano=KAT#
Â