Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi
Til þess að ræða kosti þess að á Íslandi verði notað eitt sameiginlegt landshnitakerfi er boðað til málþings í samvinnu Landmælinga Íslands og Orkuveitu Reykjavíkurþann 29. apríl kl. 9:00 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík.
Ákvarðanir eru að öllu jöfnu teknar á grundvelli upplýsinga s.s. landupplýsingar og því skipta gæði miklu máli. Við samnýtingu landupplýsinga er mikilvægt að gögn séu í samræmdu hnitakerfi sem tekur mið af þeim stöðugu breytingum sem verða á landinu s.s. vegna landreks.
Til að tryggja áframhaldandi framfarir og samvinnu á sviði landmælinga á Íslandi er mikilvægt að öll gögn verði samnýtanleg og þurfa þeir sem stunda mælingar að tryggja að unnið sé í einu samræmdu kerfi. Slík vinnubrögð munu draga úr kostnaði fyrir samfélagið í heild. Â Dagskrá: 09:00 – 09:10Setning málþingsins, Hjörleifur B. Kvaran forstjóri OR 09:10 – 09:30ISN93/ISN2004 - Varpanir og leiðir til að viðhalda kerfunum í framtíðinni, Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur LMÍ 09:30 – 09:50Mikilvægi þess að OR hafi traust og varanleg mælingakerfi, Ásgeir Sveinsson verkfræðingur OR 09:50 – 10:10Gildi samræmdra vinnubragða og aðgangs að upplýsingum, Þór Sigurþórsson byggingatæknifræðingur Mosfellsbæ 10:10 – 10:25 Kaffihlé 10:25 – 10:45 Mælikerfi Vegagerðarinnar og framtíðarsýn þeirra, fulltrúi frá Vegagerðinni 10:45 – 11:05VRS og notandinn, fulltrúi frá Ísmar ehf, 11:05 – 11:25Umræður og fyrirspurnir 11:25 – 11:40Samantekt og næstu skref, Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðingur LMÍ 11:40 – 11:50Málþingsslit, Magnús Guðmundsson forstjóri LMÍ Â Fundarstjóri er Sigrún Hreinsdóttir dósent í jarðeðlisfræði frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á póstfangið lmi@lmi.isí síðasta lagi 27. apríl.