Fara í efni

Mikil aðsókn að opnu húsi

Fimmtudaginn 8. janúar 2009 voru 10 ár liðin frá því Landmælingar Íslands fluttu á Akranes. Af því tilefni var stofnunin með opið hús þar sem starfsmenn kynntu þau verkefni sem unnið er að. Alls komu um 400 manns í heimsókn, skoðuðu sig um og gæddu sér á kaffi og kleinum sem boðið var uppá í elhúsinu. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir kom einnig í heimsókn og afhenti meðal annars leikskólabörnum frá Akraseli viðurkenningu fyrir verkefni sem þau hafa unnið um Ísland. Þá afhenti ráðherra starfsmönnum Fjöliðjunnar á Akranesi veggkort sem þakklætisvott fyrir góða og árangursríka samvinnu við innlímingu korta á tímabilinu1999-2006. Starfsmenn Landmælinga Íslands þakka öllum gestum kærlega fyrir heimsóknina og þann áhuga sem þeir sýndu starfsseminni.