Ómetanlegar loftmyndir í safni Landmælinga Íslands
Þann 3. maí 2018 kom út skýrsla íslenskra vísindamanna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í frétt RUV með skýrslunni er birt hreyfimynd sem sýnir minnkun á tungu Hoffelsjökuls og hvernig yfirborð hans hefur lækkað á 35 ára tímabili. Við gerð hreyfimyndarinnar er notuð loftmynd úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands frá árinu 1982.
Loftmyndasafn Landmælinga Íslands geymir um 140.000 loftmyndir frá tímabilinu 1937-2000 og er það ómetanlegt vegna sögulegs samanburðar og verður verðgildi loftmyndanna ekki metið til fjár. Um helmingur safnsins hefur nú verið skannaður og hægt er að hlaða niður loftmyndum úr safninu á heimasíðu Landmælinga Íslands.