Lýsigagnagáttin uppfærð
Undanfarnar vikur hefur vinna við uppfærslu á Lýsigagnagáttinni farið fram. Nú er vinnunni lokið og búið er að opna nýju útgáfuna. Skráningaraðgangar voru ekki virkir á meðan á uppfærslunni stóð en eru núna aftur opnir, þannig að notendur geta skráð sig inn og uppfært skráningar sé þörf á því.
Helstu breytingarnar tengjast notendavænna viðmóti. Verið er að vinna að þýðingu gáttarinnar. Hægt er að velja íslensku sem tungumál en notendur eiga eftir að sjá að enn vantar aðeins upp á að þýðingarvinnunni sé lokið. Hún er unnin jafnt og þétt.
Fyrir stuttu var birt frétt hér á heimasíðunni þar sem bent var á skýrslu með niðurstöðum könnunar um stöðu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi sem framkvæmd var fyrr á þessu ári. Ein afurð könnunarinnar er listi allra gagnasetta (423 samtals) sem stofnanir og fyrirtæki töldu upp. Á listanum kemur m.a. fram hvort lýsigögn séu skráð í Landupplýsingagáttina og hvort til séu þjónustur fyrir viðkomandi gögn sem gera notendum landupplýsinga kleift að skoða og/eða ná í viðkomandi gögn.
Aðilar að grunngerð landupplýsinga á Íslandi eru hvattir til að skoða listann og skrá lýsigögn einnig að útbúa þjónustur þar sem þær vantar og að hafa samband þörf er á aðstoð.