Lokaráðstefna verkefnis tengt flóðahættu í Slóveníu
Þann 18. október síðastliðinn var lokaráðstefna verkefnisins The Modernization of Spatial Data Infrastructure to reduce risks and impact of floods haldin í Slóveníu en Landmælingar Íslands hafa verið aðili að því verkefni frá árinu 2013. Verkefnið var styrkt af EEA Grants og Norwegian Grants og voru Landmælingar Íslands ásamt Kartverket í Noregi svokallaðir Donor Partners í verkefninu og tóku þátt í ráðgjöf og verkefnisstjórn þess. Meginmarkmið verkefnisins var að draga úr flóðahættu og tjóni af völdum flóða í Slóveníu en fram kom á ráðstefnunni að verkefnið hafi orðið til þess að landupplýsingar þar í landi hafi batna til muna og að Slóvenar séu nú orðir framar flestum öðrum þjóðum er kemur að nákvæmni landmælinganets þeirra. Verkefnið gekk mjög vel og náðist að uppfylla öll sett markmið fyrir verkefnið en niðurstöður verkefnisins er að finna í lokaskýrslu þess á http://www.gurs-egp.si/eng/documents/188/final-project-report.
Ráðstefnan var vel sótt en þar voru um 160 þátttakendur frá stofnunum og fyrirtækjum í Slóveníu. Fulltrúi Landmælinga Íslands hélt erindi um mikilvægi og gildi alþjóðlegs samstarfs á lokaráðstefnunni.
Upplýsingar um ráðstefnuna og verkefnið má finna á heimasíðu verkefnisins http://www.gurs-egp.si/eng/.