Fara í efni

Loftmyndir í örnefnasjá

Að undanförnu hefur verið unnið að því að setja loftmyndir inn í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Loftmyndirnar, sem eru í eigu Samsýnar, eru af suðvesturhluta landsins og flestum þéttbýlisstöðum á landinu en þær má einnig sjá í kortasjá stofnunarinnar. Áfram er unnið að því að útvega betri gögn af þeim svæðum sem loftmyndir Samsýnar ná ekki yfir, á meðan eru SPOT-5 gervitunglamyndir notaðar. Örnefnasjána má skoða með því að smella hér.