Fara í efni

Loftmyndasafn opnað

Stafrænt loftmyndasafn LMÍ var gert aðgengilegt notendum þann 1. desember síðastliðinn hér á heimasíðu stofnunarinnar. Í safninu hafa notendur aðgang að um 20.000 loftmyndum frá árunum 1987-2000 en stöðugt er unnið að skönnun þeirra mynda sem Landmælingar Íslands hafa í filmusafni sínu og munu þær bætast við jafnóðum og  þær verða skannaðar.

Leiðbeiningar um notkun safnsins er að finna á forsíðu þess en notandinn þarf að leita eftir fluglínum af korti og ártölum til að hafa upp á þeirri mynd sem við á. Loftmyndirnar á vefnum eru í lágri upplausn en hægt er að panta myndir í fullri upplausn hjá loftmyndir@lmi.is og eru innheimt þjónustugjöld vegna þess samkvæmt gjaldskrá.

Alls eiga Landmælingar Íslands um 140.000 loftmyndir í filmusafni sínu frá árunum 1938-2000.