Fara í efni

Loftmyndasafn LMÍ varpar ljósi á hopun jökla

Í stuttmyndinni After Ice eru fjölmargar loftmyndir frá Landmælingum Íslands frá fimmta og níunda áratug síðustu aldar endurunnar í þrívídd og lagðar saman við myndefni úr samtímanum til þess að draga fram með skýrum hætti hversu mikið jöklar hafa hopað á síðustu árum og áratugum. Þeir skriðjöklar sem myndin sýnir eru Fjallsjökull, Breiðamerkurjökull, Skálafellsjökull, Heinabergsjökull, Fláajökull og Hoffellsjökull.

Stuttmyndin sýnir greinilega mikilvægi þess að til séu góð, opin og aðgengileg gögn um náttúru landsins. Um leið dregur hún fram þau verðmæti sem felast í loftmyndagrunni LMÍ sem spannar síðari hluta 20. aldar og eru mikilvæg gögn til áframhaldandi langtímavöktunar á náttúru Íslands.

Loftmyndir Landmælinga Íslands má nálgast í Loftmyndasafni

 

Á bak við verkefnið After Ice standa Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla  Íslands á Höfn í Hornafirði, og Kieran Baxter, kennari og vísindamaður í samskiptahönnun við Dundee-háskóla.

Nánari upplýsingar um After Ice verkefnið

Stuttmyndinni After Ice á Vimeo