Fara í efni

Laust starf hjá Landmælingum Íslands

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns tölvukerfis hjá Landmælingum Íslands (LMÍ). 
 
Í starfinu felst m.a. rekstur á netþjónum stofnunarinnar, umsjón með afritun gagna og uppbygging á vefþjónustum.
 
Starfssvið:  
  • Vinna við rekstur tölvukerfis LMÍ, aðallega netþjóna og ytri þjónustur.
  • Vinna við vefþjónustur til að veita aðgang að gögnum LMÍ. 
  • Umsjón með öryggisafritun á gögnum LMÍ í samvinnu við þjónustuaðila.
  • Vinna við ýmsar sértækar hugbúnaðarlausnir fyrir LMÍ. 
 
Hæfniskröfur: 
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. 
  • Reynsla af forritun, kerfisstjórnun og vefþjónustum. 
  • Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum og ESRI hugbúnaði er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og skipulögðum vinnubrögðum. 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í starfi. 
 
Umsóknarfrestur er til 26. ágúst næstkomandi og skulu umsóknir er greina frá menntun og reynslu berast til Landmælinga Íslands fyrir þann tíma. 
 
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Um er að ræða 100% starf og eru laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jensína Valdimarsdóttir, starfsmannastjóri  í síma 430 9000 eða með tölvupósti: jensina@lmi.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Â