Fara í efni

Landupplýsingar hjá stofnunum

Um landupplýsingar hjá stofnunum

Á síðustu vikum hefur verið sagt frá niðurstöðum könnunar sem fór fram í vor um stöðu landupplýsinga hjá opinberum aðilum. Niðurstöðurnar eru áhugaverðar og liggur fyrir töluvert efni sem hægt er að kynna sér nánar í skýrslu með niðurstöðum úr könnun hér á heimasíðu LMÍ. Skýrslunni fylgir  töflureiknisskjal þar sem hægt er að skoða hvaða gagnasett komu fram í könnuninni og hvaða þemum þau tengjast. Þátttakendur voru beðnir um að svar eftirtöldum spurningum sem snúa að ýmsu sem varðar umsýslu gagnasettanna: 16 stofnanir nefna gögn sem þær eru með í umsjá sinni en tengjast þó ekki lögbundnu hlutverki þeirra. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessu sem væri áhugavert að skoða betur. Í viðauka 3 við skýrsluna er list yfir þessi gögn og þegar hann er skoðaður betur kemur í ljós að í lang flestum tilfellum er um að ræða gögn sem tengjast starfsemi viðkomandi stofnunar á einn eða annan hátt þó svo ekki sé um lögbundið hlutverk að ræða. Stærstum hluta gagnanna sem stofnanir eru með í umsjá sinni söfnuðu stofnanirnar sjálfar en einhver dæmi eru þó um að gögnunum hafi verið safnað í samstarfi við aðrar stofnanir.

Skráning lýsigagna og Landupplýsingagátt

Lýsigögn eru skráð fyrir um það bil helming þeirra gagnasetta sem stofnanirnar töldu upp(sjá nánar á myndinni). Í könnuninni var ekki sérstaklega beðið um að taka það fram hvort lýsigögnin væru skráð í Landupplýsingagátt og því var það skoðað nánar í kjölfar niðurstaðna könnunarinnar. Í Landupplýsingagátt eru núna 114 útgefin lýsigögn fyrir gagnasett. Samræmi milli svara í könnuninni um hvort lýsigögn væru skráð fyrir gagnasettin sem er talin upp og hvort sambærileg lýsigögn væru í Landupplýsingagátt var skoðað. Af þeim lýsigögnum sem talin eru upp í könnuninni eru 72 þeirra einnig í Landupplýsingagátt. Þetta sýnir að það er töluvert ósamræmi þarna á milli. Við nánari skoðun kom í ljós að annars vegar eru gagnasett, sem koma ekki fram í könnuninni, skráð í Landupplýsingagátt og hins vegar koma gagnasett fram í könnuninni sem eru ekki skráð í Landupplýsingagátt. Einnig ber nokkuð á því að gagnasett eru ekki skráð undir sama heiti í könnunni og í Landupplýsingagátt. Þarna er tækifæri fyrir stofnanir að gera enn betur, bera saman þessar skráningar og nota Landupplýsingagátt til þess að koma á framfæri gagnasettunum sem stofnanir eru með í sinni umsjón, óháð því hvort ætlunin sé að miðla þeim.