Landupplýsingar 2011
Fimmtudaginn 20. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2011 haldin á Grand Hótel.
Landmælingar Íslands áttu þrjá fyrirlesara þá Gunnar H. Kristinsson sem talaði um 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins, Jóhann Helgason sem talaði um uppfærslu á vatnagrunni IS 50V á árinu 2011 og Samúel Jón Gunnarsson sem fræddi viðstadda um INSPIRE landupplýsingagátt og opinn frjálsan hugbúnað.