Fara í efni

Landupplýsingaþjónustur Landmælinga Íslands

Landmælingar Íslands reka nú fjöldan allan af skoðurnar og niðurhalsþjónustum fyrir opin landupplýsingagögn. Þessar þjónustur má nýta með ýmsum hætti, þær eru til að mynd undirstöðugögn kortasjáa þar sem þær eru í formi korta og ýmissa annara landupplýsinga. Með notkun vefþjónusta er notandinn einnig að nýta nýjustu gögn frá stofnuninni. Þjónusturnar geta verið sérstaklega áhugaverðar fyrir þá sem vilja víkka út landupplýsingaþekkingu sína og nýta sér kosti landupplýsingaforrita sem bjóða uppá mun fleiri möguleika en kortasjár. Sum þessar forrita eru opin hugbúnaður sem nálgast má gjaldfrjálst á Internetinu, þar á meðal forritið QGIS sem er notendavænt og auðvelt er að nálgast um það upplýsingar.  Notkun gagna í gegnum vefþjónustur er lykillinn að grunngerð landupplýsinga þar sem megin markmiðið er að veita aðgang að gögnum beint frá upprunastað þeirra. Hér fyrir neðan eru slóðir á opnar vefþjónustur Landmælinga Íslands og hvetjum við alla í að kynna sér þessa notkunarmöguleika á gögnum. Skoðunarþjónusta: (athugið að linkana hér fyrir neðan er aðeins hægt að opna í landupplýsingaforritum) WMS: http://gis.lmi.is/geoserver/wms WMTS: http://gis.lmi.is/geoserver/gwc/service/wmts Niðurhalsþjónusta: WFS: http://gis.lmi.is/geoserver/wfs