Landshæðarkerfi Íslands á degi evrópska landmælingamannsins
Í dag, 5. mars, verður í fyrsta skipti haldið upp á dag evrópska landmælingamannsins en þá eru nákvæmlega 500 ár frá fæðingu kortagerðarmannsins Gerardus Mercators í Belgíu.
Til þess að minnast þessa hafa Landmælingar Íslands gefið út á pdf formi skýrslu um Landshæðarkerfi Íslands ISH2004, sem er einhver stærsti áfangi í landmælingasögu stofnunarinnar. Skýrslan verður svo formlega gefin út á prenti á næstu vikum.