Fara í efni

Landmælingum afhent gömul kort

 
Síðastliðið vor heimsótti ræðismaður Íslands í Ástralíu, Inga Árnadóttir, Landmælingar Íslands og færði stofnuninni gömul Íslandskort að gjöf frá John Hitch, arkitekt og fyrrverandi flugmanni í breska flughernum. John Hitch er nú á tíræðisaldri og býr í Ástralíu en hann teiknaði Iðnskólann í Reykjavík ásamt Þór Sandholt.
  Kortin eru flest framleidd af Bretum fyrir breska herinn og voru notuð hér á stríðsárunum. Kortin eru einu eintök sinnar tegundar í kortasafni stofnunarinnar og því einstök en þau sýna meðal annars byggðina í Reykjavík á stríðsárunum.