Landmælingar Íslands stofnun ársins 2012
Landmælinga Íslands urðu í fyrsta sæti í vali á Stofnun ársins 2012 í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) en það var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu í dag 11. maí. Þessi góða einkunn sem starfsmenn Landmælinga Íslands gefa vinnustað sínum er vitnisburður um góðan starfsanda, öfluga starfsmannastefnu og góða stjórnun vinnustaðarins. Landmælingar Íslands hafa tekið þátt í þessari könnun frá upphafi og hafa ætíð verið framarlega í flokki. Auk Landmælinga Íslands hlaut Sérstakur saksóknari titilinn Stofnun ársins í flokki stórra stofnana (fleiri en 50 starfsmenn) og Persónuvernd í flokki lítilli stofnana (færri en 20 starfsmenn).
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í sjöunda sinn að þessu vali og var könnun gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru.