Fara í efni

Landmælingar Íslands mæla vegi og slóða á hálendinu

Á hverju ári síðan 1999 hafa Landmælingar Íslands staðið að GPS mælingum vega og slóða á Íslandi meðal annars í náinni samvinnu við Vegagerðina. Undanfarin ár hafa Landmælingar Íslands í samráði við umhverfisráðuneytið lagt áherslu á mælingar á miðhálendi landsins.

 Í byrjun júlí 2009 hófu Landmælingar Íslands GPS mælingar á vegum og slóðum á hálendi Íslands og er verkið nú eins og undanfarin sumur unnið með aðstoð Ferðaklúbbsins 4x4. Landmælingar Íslands leggja til starfsmenn og tækjakost til mælinganna en félagar í Ferðaklúbbnum sjá um akstur á sérútbúnum ökutækjum. Markmið mælinganna er að afla gagna um legu og ástand vega og slóða svo stjórnvöld geti lagt mat á hvaða vegir og slóðar skulu vera opnir til aksturs í framtíðinni. Þungamiðja mælinganna sumarið 2009 er á Austurlandi.