Fara í efni

Landmælingar Íslands á Framadögum 2011

Landmælingar Íslands ásamt mörgum öðrum ríkisstofnunum og ráðuneytum tóku í gær þátt í Framadögum undir yfirskriftinni "Ríkið, stærsti þekkingarvinnustaður landsins". Fjármálaráðuneytið hafði forystu í framtakinu. Framadagar eru árlegur viðburður í háskólalífinu og eru haldnir m.a. með það að leiðarljósi að auka tengsl háskólanáms við atvinnulífið. Fulltrúi Landmælinga Íslands var vel merktur á svæðinu í bol sem á stóð "Landmælingar Íslands gera GIS" og veitti upplýsingar um sérsvið stofnunarinnar. Margir stúdentar sýndu stofnuninni áhuga ásamt því að veita ríkinu áhuga sem fjölbreyttum vinnustað. Á sýningarsvæðinu var stórt veggspjald þar sem stúdentar gátu fundið sitt námssvið og séð hvaða stofnanir eða ráðuneyti störfuðu á því. Framadagar heppnuðust vel og þeir stúdentar sem komu á sýningarsvæði ríkisins fengu miklar og athyglisverðar upplýsingar.