Landmælingar Íslands fá nýtt hlutverk með nýjum lögum um náttúruvernd
Á lokadegi Alþingis, 28. mars síðastliðinn voru ný lög um náttúruvernd samþykkt. Með lögunum eiga sér stað töluverðar breytingar og nýmæli í íslenskri náttúruverndarlöggjöf og meðal þeirra er gerð kortagrunns um vegi og slóða. Þar munu Landmælingar Íslands fá nýtt hlutverk þar sem í 32. gr laganna er kveðið á um hlutverk stofnunarinnar við gerð kortagrunnsins. Þá mun í reglugerð verða kveðið á um uppfærslu kortagrunnsins og aðgengi að upplýsingum (án endurgjalds) sem einnig verða í umsjón Landmælinga Íslands.
Lögin öðlast gildi 1. apríl 2014 og samkvæmt þeim skal ráðherra eigi staðfesta og birta kortagrunn um vegi og vegaslóða fyrr en 1. október 2017.
Ný lög um náttúruvernd má sjá í heild sinni á vef Alþingis.