Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2016
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2016, sem stéttarfélag SFR stendur að árlega, voru kynntar 12. maí í Silfurbergi í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki. Fyrirmyndarstofnanir fengu viðurkenningu og einnig Hástökkvari ársins. Í flokki meðalstórra stofnana urðu Landmælingar Íslands í þriðja sæti og eru þar af leiðandi Fyrirmyndarstofnun. Starfsmenn stofnunarinnar hafa tekið þátt í könnuninni frá upphafi og stofnunin ætíð verið framarlega í flokki. Könnunin er viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum og veita niðurstöðurnar stjórnendum tækifæri til að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála með það að markmiði að vinna að úrbótum þar sem þess gerist þörf. Það er eitt af markmiðum Landmælinga Íslands að vera góður vinnustaður þar sem starfsfólki líði vel og er viðurkenningin sem stofnuninni hlotnaðist í gær staðfesting á að verið sé að vinna í rétta átt.
Â
Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má finna á vef SFR á slóðinni: http://sfr.is/kannanir-sfr/stofnun-arsins/stofnun-arsins-2016/. Einnig má finna sundurliðun á einkunnargjöf stofnana og samanburð milli ára á slóðinni: http://sfr.is/files/20%20til%2049_1164972765.pdf