Fara í efni

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun

Í kvöld fór fram hátíðleg athöfn í Hörpunni þar sem niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins voru kynntar. Að þessu sinni voru Landmælingar Íslands í 3. sæti í flokki meðalstórra stofnana og raða sér þar með í hóp fyrirmyndastofnana. Könnunin sem er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum, var framkvæmd í febrúar og að venju var öllum starfsmönnum Landmælinga Íslands, óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir eru, boðið að taka þátt.

Þetta er í níunda sinn sem valið á stofnun ársins fer fram en starfsmenn Landmælinga Íslands hafa tekið þátt í könnuninni frá upphafi. Stofnunin hefur ætið verið framarlega í flokki og var á síðustu tveimur árum valin Stofnun ársins. Könnun sem þessi veitir stjórnendum tækifæri til að gera sér grein fyrir stöðu starfsmannamála með það að markmiði að vinna að úrbótum þar sem þess gerist þörf. Til hamingju starfsmenn Landmælinga Íslands fyrir frábæran árangur!

 Á myndinni hér fyrir ofan eru f.v. Gunnar H. Kristinsson, forstöðumaður, Magnús Guðmundsson, forstjóri og Jensína Valdimarsdóttir, starfsmannastjóri.

Â