Fara í efni

Landmælingar Íslands afhenda Minjasafni Reykjavíkur gamalt kort

 Í lok október afhentu Landmælingar Íslands gamalt kort af Reykjavík til Minjasafns Reykjavíkur. Kortið, sem er frumeintak, hefur lengi verið í geymslu hjá stofnuninni en nú þótti tímabært að afhenda kortið réttum aðilum til varanlegrar varðveislu.

Kortið var teiknað árið 1887 og gefið út 1890. Sveinn Sveinsson og Benedikt Gröndal stóðu að gerð og útgáfu kortsins.

Svo skemmtilega vill til að Minjasafn Reykjavíkur er um þessar mundir að undirbúa sýningu um líf og störf Benedikts Gröndal.