Fara í efni

Landmælingar Íslands 20 ár á Akranesi

Í dag 8. janúar 2019 eru 20 ár liðin frá formlegri opnunarathöfn Landmælinga Íslands á Akranesi. Stofnunin hafði á þeim tíma verið starfrækt frá árinu 1956 í Reykjavík en var flutt á Akranes eftir að nefnd á vegum forsætisráðuneytisins hafði tekið ákvörðun um að flytja nokkrar ríkisstofnanir út á land.  Á þeim tíma sem stofnunin hefur verið starfsrækt á Akranesi hefur henni farnast vel. Vel hefur gengið að ráða starfsfólk en ekki verður þó litið frá því að nálægðin við Reykjavík spilar þar inn í enda er um fjórðungur starfsmanna stofnunarinnar búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Það verður þó að teljast Akurnesingum og nærsveitum til gróða að hafa Landmælingar Íslands sem vinnustað með sérhæfðum störfum einkum á sviði náttúru- og verkfræði auk annarra sérhæfðra starfa.

Í tilefni þessara tímamóta hjá Landmælingum Íslands mun stofnunin standa fyrir málþingi hér á Akranesi föstudaginn 22. febrúar næstkomandi frá kl. 13:00 – 15:30. Yfirskrift málþingsins er RÍKISSTOFNUN ÚTI Á LANDI - BÚBÓT EÐA BASL? Meðfylgjandi eru drög að dagskrá.