Fara í efni

Landmælingar og loftslagsbreytingar

Norræni sumarskólinn á Íslandi 25.-28. ágúst 2008

Dagana 25.-28. ágúst 2008 munu Landmælingar Íslands fyrir hönd Nordiska Kommissionen för Geodesi halda Norræna sumarskólann fyrir landmælingamenn hér á landi að Nesjavöllum við Hengil. Meginþemað verður „Landmælingar og loftslagsbreytingar“ (e: Geodesy and global warming).

Um 50 norrænir sérfræðingar í landmælingum munu taka þátt í skólanum. Þar verða yfir 10 norrænir og íslenskir fyrirlesarar auk gestafyrirlesara frá Bandaríkjunum.

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mun setja skólann og ávarpa þátttakendur.

 

Landmælingar Íslands hafa um árabil tekið þátt í norrænu samstarfi landmælingamanna í samtökum sem nefnast Nordiska Kommissionen för Geodesi (NKG). Markmið starfsins er að miðla þekkingu og efla samstarf Norðurlandanna á sviði landmælingafræða og verkefna sem tengjast landmælingum.

Landmælingar Íslands hafa mikið gagn af þessu samstarfi og má sem dæmi nefna að nú á stofnunin í samstarfi við finnsku landmælingastofnunina (Finnish Geodetic Institute) við að mæla og reikna nýtt samræmt hæðarkerfi fyrir Ísland. Gert er ráð fyrir að nýtt hæðarkerfi verið innleitt á árinu 2009.

 

Frekari upplýsingar um sumarskólann veita:

Þórarinn Sigurðsson forstöðumaður á mælingasviði: thorarinn@lmi.is eða

Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur: gudmundur@lmi.is