Fara í efni

Landmælingar Íslands sameinast tveimur öðrum stofnunum

Alþingi samþykkti í gær frumvarp um nýja Náttúrufræðistofnun. Með staðfestingu laganna verða Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn hluti af Náttúrufræðistofnun Íslands, sem við breytingarnar fær heitið Náttúrufræðistofnun.

Ný Náttúrufræðistofnun fer með þau hlutverk og verkefni sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknarstöðin við Mývatn hafa í dag. Ný stofnun á að efla faglegt starf á sviði gagnaöflunar, rannsókna, mælinga, kortlagningar og vöktunar á náttúru Íslands, sem og að tryggja markvissa uppbyggingu gagnasafna og rannsóknainnviða með góðu aðgengi að gögnum og áreiðanlegum rauntímamælingum. Þá er áhersla lögð á öflugar grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir sem verða m.a. unnar á grundvelli samráðs milli stofnana.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.