Fara í efni

Landmælingar Íslands - ríkisstofnun í 68 ár

Árið 1956 urðu Landmælingar Íslands til sem sjálfstæð stofnun. Sögu þeirra verkefna sem stofnunin tók við árið 1956 má þó rekja aftur til aldamótanna 1900 þegar landmælingadeild  danska herforingjaráðsins (síðar Geodætisk Institut) hóf landmælingar og kortagerð hér á landi. Á morgun hefst nýr kafli í sögu þeirra verkefna sem stofnunin hefur sinnt er Landmælingar Íslands verða lagðar niður sem ríkisstofnun og verkefni hennar færð yfir í nýja Náttúrufræðistofnun með sameiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn. Í þeirri stofnun verða verkefnin ærin, mikilvæg og spennandi og starfsfólkið afar hæft, duglegt og einbeitt í sínum störfum. Það er því óþarfi að óttast um framtíðina í þessum málaflokki þótt stofnunin Landmælingar Íslands hætti að verða til.

Starfsfólk Landmælinga Íslands mun þó sakna stofnunarinnar mikið. 

Nánar má les um sögu Landmælingar Íslands hér