Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun
Þann 14. febrúar sl. voru niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins voru kynntar. Að þessu sinni voru Landmælingar Íslands í 4. sæti í flokki lítilla stofnana og einnig meðal allra stofnana og eru því Fyrirmyndarstofnun 2023.
Könnunin sem er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum og eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. var framkvæmd í febrúar og að venju var öllu starfsfólki Landmælinga Íslands, óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir eru, boðið að taka þátt.
Starfsfólk Landmælinga Íslands hefur tekið þátt í könnuninni frá upphafi og hefur stofnunin ætið verið framarlega í flokki. Að þessu sinni hækkaði stofnunin á milli ára í öllum þáttum í starfsumhverfinu. Heildarmatið hækkaði einnig mikið milli áranna en þar munaði mest um betra mat á vinnuskilyrðum í kjölfar þess að stofnunin flutti í nýtt húsnæði á árinu 2023.