Kynning á niðurstöðum ISNET2016 mælinga
Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9:00 – 11:00 munu Landmælingar Íslands kynna niðurstöður ISNET2016 mælinganna og framtíðasýn á landshnitakerfi Íslands, á Grand Hótel í Reykjavík. Einnig verður farið yfir innleiðingu á nýrri viðmiðun og þeim þjónustum sem Landmælingar Íslands stefna á að bjóða upp á í tengslum við þessa nýju viðmiðun. Í lok fundarins verða umræður þar sem mögulegt verður að spyrja mælingaverkfræðinga Landmælinga Íslands spjörunum úr og hafa áhrif á næstu skref í innleiðingu ISNET2016.
Skráning á netfanginu lmi@lmi.is eða á https://goo.gl/XvjTQk