Fara í efni

Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga, sem haldin var í apríl síðastliðnum, alþjóðlegum rannsóknarhópum sem Landmælingar Íslands taka þátt í, þá er sagt frá ávinningi þess að landupplýsingar voru gerðar gjaldfrjálsar á árinu 2013. Þar kemur meðal annars fram að notkun landupplýsingagagna hefur aukist að minnsta kosti fjórfalt eftir að þau urðu gjaldfrjáls. Mikið og fróðlegt efni í Kvarðanum sem má lesa með því að smella hér.