Kosningar og kort
Allmargar fyrirspurnir um kort er tengjast Alþingiskosningum 2013 hafa borist Landmælingum Íslands að undanförnu. Mest hefur verið spurt um kort sem sýna kjördæmi og upplýsingar varðandi stærð kjördæma. Starfsmenn Landmælinga hafa nú brugðist við þessum fyrirspurnun og gert vefsjá sem finna má á vef stofnunarinnar. Í vefsjánni sést hvernig kjördæmin skiptast og ef smellt er á kjördæmi birtist tafla sem hefur m.a. að geyma upplýsingar um fjölda framboða. Til þess að skoða Kosningavefsjá Landmælinga Íslands smellið hér
Â
Â