Kortin vísa veginn - 60 ára afmælisráðstefna Landmælinga Íslands
Í dag var haldin ráðstefna í tilefni af því að á þessu ári eru 60 ár frá því að stofnunin var sett á laggirnar. Ráðstefnan var haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni var mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu m.a. í tengslum við örnefni, leit og björgun, náttúruvá og ferðaþjónustu.
Dagskráin hófst á opnun sýningar í Tónbergi, þar sem börn úr þriðja bekk Brekkubæjarskóla og fjórða bekk Grundaskóla á Akranesi sýna afrakstur verkefna um Ísland, örnefni og náttúru. Stofnað var til samstarfsins við báða skólana í tengslum við afmæli Landmælinga Íslands. Börnin sungu einnig fyrir ráðstefnugesti við undirleik tónmenntakennara beggja skólanna.
Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands bauð gesti velkomna og sagði frá starfsemi stofnunarinnar og þeim verkefnum sem eru mikilvægust þessa dagana. Umhverfis- og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir setti ráðstefnuna ásamt því að afhenda stofnunni viðurkenningu fyrir fjórða og fimmta Græna skrefið í ríkisrekstri.
Ingibjörg Pálmadóttir sá um fundarstjórn og voru eftirtaldir aðilar með erindi:
- Jón Svanberg Hjartarson, Slysavarnafélaginu Landsbjörg
- Tryggvi Björgvinsson, Hagstofu Íslands - Gagnagrúskrarar, glærur og texti
- Ingvar Kristinsson, Veðurstofu Íslands - Vöktun og viðvarnir um náttúruvá - nákvæmni og mikilvægi landupplýsinga í vinnslu og miðlun þjónustunnar
- Ingibjörg Jónsdóttir, Jarðvísindadeild Háskóla Íslands - Mikilvægi fjarkönnunargagna í rannsóknum
- Halldór Arinbjarnarson, Ferðamálastofu - Korts er þörf þeim sem víða ratar - annars villist hann bara
- Hallgrímur J. Ámundason, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum