Fara í efni

Könnun á vef Landmælinga Íslands 2016

Um miðjan nóvember stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á notkun á vefsíðu stofnunarinnar. Þetta er í fimmta skiptið sem slík könnun er gerð og var hún var gerð bæði meðal íslenskra og enskra notenda. Könnunina nota Landmælingar Íslands m.a. til að fá fram sýn notenda á því hvernig bæta má þá þjónustu sem vefurinn hefur upp á að bjóða. Meðal þess sem spurt var um voru ástæður heimsókna á vefinn, hvaða hópi notendur tilheyrðu og ánægja með vefinn. Þá var í annað sinn spurt um traust til Landmælinga Íslands. Íslenska könnunin leiddi í ljós að flestir sem heimsækja vefinn eru að leita að kortum, skoða Kortasjá, Örnefnasjá og loftmyndir. Flestir segja að ástæða heimsókna sé vegna áhuga á landupplýsingum eða að þeir stundi útivist. Þá segja 37% svarenda að þeir heimsæki vefinn vegna vinnu. Rúmlega 70%  segjast vera fljótir  að finna það sem þeir leita að og sami fjöldi segist vera ánægður með vefsíðuna í heild sinni. Í nóvember á síðasta ári var í fyrsta skipti spurt um traust til Landmæinga Íslands og þá kom fram að yfir 80% svarenda báru mjög mikið eða mikið traust til stofnunarinnar. Í könnuninni sem nú var gerð kom fram að yfir 90% svarenda bera mjög mikið eða mikið traust til stofnunarinnar.