Jólagjöf gagnagrúskarans
Að venju kemur ný útgáfa af IS 50V gagnagrunninum fyrir jólin. Að þessu sinni eru uppfærslur í fjórum lögum af átta, þ.e. mannvirkjum, mörkum, samgöngum og örnefnum. Sem fyrr eru mestar breytingar í örnefnalaginu en ríflega 137.000 örnefni er að finna þar. Mest hefur bæst við á ýmsum stöðum á Austurlandi en einnig í Laxárdal í Þingeyjarsýslum auk þess sem jafnt og þétt bætist við í Dalasýslu. Örnefnum af sjókortum Landhelgisgæslunnar hefur verið bætt í grunninn og til viðbótar þá berast jafnt og þétt lagfæringar og nýskráningar víðsvegar á landinu.
Sú breyting hefur orðið að örnefnin eru nú uppfærð vikulega og á niðurhalssíðu LMÍ verður hægt að ná í uppfærðan örnefnagrunn í hverri viku.
Hægt er að sjá lýsigögn um IS 50V í lýsigagnagátt LMÍ og gögnin sjálf er hægt að skoða í landupplýsingagátt LMÍ og kortasjá stofnunarinnar.
Einnig er hægt að nálgast IS 50V í gegnum wms: https://gis.lmi.is/geoserver/IS_50V/ows?request=GetCapabilities&service=WMS og wfs: https://gis.lmi.is/geoserver/IS_50V/ows?request=GetCapabilities&service=WFS
Gögnin má sækja gjaldfrjálst á: https://atlas.lmi.is/download/