Fara í efni

Jarðfræðiganga á Akranesi á Degi íslenskrar náttúru

Landmælingar Íslands halda upp á Dag íslenskar náttúru þann 16. september með því að bjóða upp á jarðfræðigöngu um Akranes fyrir alla og ekkert þátttökugjald. Það verða þau Dr. Jóhann Helgason, jarðfræðingur og Eydís Líndal Finnbogadóttir, jarðfræðingur sem munu leiða gönguna. Lagt verður af stað í gönguna kl. 17:00 frá Landmælingum Íslands (anddyri stjórnsýsluhússins). Gangan mun taka 1 ½ - 2 klukkustundir með góðum stoppum á leiðinni þar sem velt verður fyrir sér myndun Akraness og nágrennis. Gengið verður frá Stillholti að Kalmansvík og þaðan um  Höfðavík. Þaðan verður förinni heitið eftir ströndinni inn að Miðvogi og að gamla bæjarstæði Innstavogs en þangað er akvegur.