Jarðstöðvum fjölgað
Í sumar hefur verið hefur verið unnið að því að fjölga jarðstöðvum í jarðstöðvakerfi LMÍ.
Settar hafa verið upp stöðvar við Fíflholt á Mýrum og á Bjargtangavita. Alls eru nú 30 stöðvar í jarstöðvakerfinu.
Til stendur að bæta við þremur jarðstöðvum í haust. Ein verður staðsett á Gjögri og tvær á Austurlandi. Þegar því er lokið má gera ráð fyrir að hægt sé að reikna og senda út nákvæma rauntímaleiðréttingu hvar sem er á landinu.