Fara í efni

INSPIRE leiðbeiningar

Innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi miðar hægt áfram, en örugglega. Henni til aðstoðar hafa sérfræðihópar innan Evrópusambandsins skrifað mikið af „Guidelines“ eða leiðbeiningum. Þær fjalla um hvernig landupplýsingar opinberra aðila skulu vera gerðar aðgengilegar og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Svokallaður MIG-T hópur (Maintenance and Implementation Group – Technical) hefur unnið að gerð vefsíðu, Toolkit v1.1. sem auðveldar gagnaeigendum lestur leiðbeininganna. Allir  opinberir aðilar sem hafa með landupplýsingar að gera, sem falla undir INSPIRE, ættu því að kynna sér þessa vefsíðu. Jafnframt er vakin athygli á mikilvægi þess að opinberir aðilar geri gögn sín aðgengileg og skrifi um þau lýsigögn til að hægt sé að gera gögnin leitarbær. Skráningu lýsigagna er hægt að vinna í landupplýsingagáttinni á gatt.lmi.is en lykilorð fyrir skráningar eru veitt af starfsmönnum Landmælinga Íslands.
Â